Innlent

Hætta á að ökumenn missi stjórn á bílum sínum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vis.is
„Í þeim sparnaðaraðgerðum sem hafa verið undanfarin ár hjá ríki og sveitarfélögum hefur viðhaldi vega ekki verið sinnt sem skildi. Víða er ástand þeirra mjög slæmt nú eftir veturinn. Vatnsrásir og malbiksskemmdir, bæði í þéttbýli og úti á þjóðvegum.“

Þetta segir á vef VÍS þar sem varað er við bleytu og stórum pollum á vegum landsins. Þar segir að mjög auðvelt sé fyrir ökumenn að missa stjórn á farartækjum sínum við svona aðstæður.

Umræddir rásir eru meira og minna fullar af vatni í því mikla vatnsveðri sem hefur verið núna á Suður- og Vesturlandi.

„Töluverð hætta er á að ökumenn geti misst stjórn á bílum sínum ef þeir aka í þeim. Sér í lagi er hættan mikil ef ekið er á slitnum dekkjum. Kannanir VÍS sýna að það sé algengt, sér í lagi á tjónabílum sem koma inn til félagsins.“

Bílar geta flotið upp og ökumaður lítið ráðið við ökutækið.

„Mikilvægt er því að haga akstri miðað við aðstæður með því að forðast að aka í vatnsrásunum og draga úr hraða ökutækis. Eins sýna tillitsemi þegar ekið er framhjá gangandi,  hjólandi og öðrum ökutækjum með því að ausa ekki vatni yfir viðkomandi,“ segir á vef VÍS.

Mynd/Vis.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×