Fótbolti

Eiður Smári og félagar í banastuði

Eiður í leik með Brugge.
Eiður í leik með Brugge. vísir/afp
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Club Brugge völtuðu yfir nýkrýnda bikarmeistara Lokeren í belgíska boltanum í kvöld.

Lokatölur 5-1 fyrir Brugge sem er þar með komið á toppinn í úrslitakeppninni í Belgíu þar sem sex lið spila.

Eiður Smári var í byrjunarliði Brugge í kvöld en fór af velli korteri fyrir leikslok. Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Lokeren, var í liði Lokeren og lék allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×