Fótbolti

Eiður Smári: Ég kann vel við mig á miðjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen hefur fengið langþráð tækifæri í síðustu tveimur leikjum Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta og það á nýjum stað á vellinum.

Eiður Smári spilaði á þriggja manna miðju Club Brugge í frábærum 5-1 sigri liðsins á Lokeren í gær í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni. Eiður Smári spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins en yfirgaf völlinn í stöðunni 4-1.

„Mér leið vel í síðasta leik enda kann ég vel við mig á miðjunni. Við getum hvílt okkur þessa helgi eftir flottan sigur en við verðum að halda okkur á jörðinni. Þetta var ekki okkar besti leikur en við nýttum færin okkar mjög vel," sagði Eiður Smári við Demorgen.be.

Þetta var annar leikur Eiðs Smára í röð á miðjunni en liðið vann 2-0 sigur á Cercle Brugge í leiknum á undan. Hann hafði hingað til spilað í framlínunni í þau fáu skipti sem hann fékk alvöru tækifæri.


Tengdar fréttir

Eiður Smári og félagar í banastuði

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Club Brugge völtuðu yfir nýkrýnda bikarmeistara Lokeren í belgíska boltanum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×