Fótbolti

Alfreð búinn að gera betur en í fyrra - 25. markið í húsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason skoraði fyrra mark Heerenveen í 2-2 jafntefli á móti Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var 25. deildarmark Alfreðs á tímabilinu en hann er áfram markahæsti leikmaður deildarinnar.

Alfreð er þar með búinn að bæta markamet sitt frá því á síðasta tímabili þegar hann skoraði 24 mörk í 31 leik. Nú er hann hinsvegar kominn með 25 mörk í 27 leikjum. Þetta eru tvö markahæstu tímabil hjá íslenskum knattspyrnumanni í efstu deild í Evrópu.

Mike Havenaar kom Vitesse í 1-0 á 31. mínútu en Alfreð jafnaði níu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Joey van den Berg. Tyrkinn Bilal Basacikoglu kom Heerenveen í 2-1 á 58. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði Bertrand Traoré metin og það reyndist vera lokamark leiksins.

Heerenveen er áfram í 6. sæti deildarinnar en AZ Alkamaar, sem er tveimur stigum á eftir, getur tekið það af liðinu á morgun þegar AZ mætir Cambuur á útivelli.

Alfreð hefur fimm marka forskot á Graziano Pellè hjá Feyenoord sem mætir Go Ahead Eagles með félögum sínum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×