Fótbolti

Flottur útisigur hjá Ólafi Inga og félögum

Ólafur Ingi Skúlason skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Vísir/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem unnu 3-0 útisigur á FH-bönunum í Genk í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Ólafur Ingi Skúlason lék allan tímann á miðju Zulte-Waregem en sigurinn skilaði liðinu upp í 3. sætið í deildinni. Ólafur Ingi fékk gula spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Idrissa Sylla skoraði fyrsta markið á 21. mínútu og Ibrahima Conté kom liðinu í 2-0 eftir klukkutíma leik. Thorgan Hazard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Zulte-Waregem mætir næst Standard Liège en Standard spilar fyrst við Anderlecht á morgun og getur þar endurheimt toppsætið af Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Club Brugge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×