Enski boltinn

Kaká skoraði tvö mörk í 300. leiknum sínum fyrir AC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaká.
Kaká. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Kaká hélt upp á 300. leikinn sinn fyrir AC Milan með því að skora tvö mörk í 3-0 heimasigri á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Mario Balotelli kom AC Milan í 1-0 strax á 4. mínútu og Kaká bætti síðan við mörkum á 27. og 54. mínútu, fyrra markið eftir sendingu frá Keisuke Honda og það seinna eftir sendingu Urby Emanuelson.

Þetta var annar sigur AC Milan í röð og kannski merki um það að nýi þjálfarinn Clarence Seedorf sé að koma liðinu loksins í gang eftir afar dapurt tímabil.

Það var klappað vel fyrir Kaká á San Siro á 74. mínútu leiksins þegar hann fékk heiðursskiptingu. Hann var þarna að skora sín fyrstu deildarmörk síðan í byrjun janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×