Enski boltinn

Moyes: Smalling og Jones geta verið miðverðir Englands á EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chris Smalling og Phil Jones með samfélagsskjöldinn sem liðið vann í ágúst á síðasta ári.
Chris Smalling og Phil Jones með samfélagsskjöldinn sem liðið vann í ágúst á síðasta ári. Vísir/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að varnarmennirnir ungu, Chris Smalling (f. 1989) og Phil Jones (f. 1992) verði miðvarðarpar enska landsliðsins til framtíðar.

Hvorugur þeirra hefur átt skínandi tímabil með United það sem af er leiktíðinni þó Jones hafi í heildina staðið sig betur að flestra mati. Smalling hefur mikið leikið í hægri bakverði og Jones á miðjunni.

Þeir byrjuðu saman í miðvarðarstöðunum hjá Englandsmeisturunum í fyrsta skiptið í þrjú ár þegar United vann auðveldan sigur á West Bromwich Albion, 3-0, um helgina.

Þeir þóttu standa sig vel og fá væntanlega fleiri tækifæri saman það sem eftir lifir tímabils enda fyrirliðinn NemanjaVidic á leið til Inter eftir tímabilið og Rio Ferdinand verður samningslaus í sumar.

„Í framtíðinni verða þeir miðverðir enska landsliðsins. Strákarnir sýndu það í dag að þeir geta auðveldlega verið miðverðir Englands á HM,“ sagði David Moyes eftir sigurinn, í skýjunum með frammistöðu sinna manna.

„Þeir verða svo sannarlega í baráttunni um miðvarðarstöðurnar hjá Manchester United. Ég hef sagt það áður að ég vil sjá hvernig þeir standa sig áður en leiktíðin er búin.“

„Ég mun áfram nota Vidic, Rio og Jonny Evans. Við vitum að Vidic er á leið frá félaginu þannig ég verð að nýta tækifærið og skoða hvað ungu leikmennirnir geta,“ sagði David Moyes.

Jones og Smalling voru miðvarðarpar Englands á EM U21 í Danmörku þar sem Íslandi keppt í fyrsta skipti.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×