Enski boltinn

Tveir stærstu vellirnir verða í Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Manchester City fyrir utan Etihad-leikvanginn.
Stuðningsmaður Manchester City fyrir utan Etihad-leikvanginn. Vísir/Getty
Manchester City hefur fengið leyfi borgarráðs í Manchester til að stækka Etihad-leikvanginn þannig að hann verði eftir framkvæmdirnar annar stærsti leikvangurinn í Englandi.

Stækkun Etihad-leikvangsins þýðir að heimavöllur Manchester City hoppar upp fyrir heimavöll Arsenal, Emirates-leikvanginn, á listanum yfir hvaða völlur tekur flesta áhorfendur.

Manchester City ógnar þó ekkert nágrönnum sínum í Manchester United en Old Trafford tekur næstum því 77 þúsund manns.

Eftir breytingarnar mun Etihad-leikvangurinn hinsvegar taka 62,170 áhorfendur í sæti en í dag tekur hann litlu meira en 47 þúsund manns.

Leikvangurinn var byggður árið 2003 en síðan hefur Manchester City orðið að einu ríkasta og besta félagsliði Englands og á nú góða möguleika í vor að vinna enska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum.

Vísir/Getty
Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×