Sport

Keppni Ernu á ÓL í Sotsjí var flýtt um tvo daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Friðriksdóttir var fánaberi Íslands við opnunarhátíðina á etrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí.
Erna Friðriksdóttir var fánaberi Íslands við opnunarhátíðina á etrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí. Mynd/ifsport.is
Erna Friðriksdóttir keppir á morgun í svigi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí en ekki á föstudaginn eins og áætlað var. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Forráðamenn Vetrarólympíumótsins hafa gert breytingu á keppnisdagskránni og ástæðan er slæm veðurspá fyrir föstudaginn.

Töluverð rigning og þoka er núna á keppnissvæðunum í Sotsjí og af þeim sökum var ákveðið að flýta svigkeppni kvenna.

Svigið hjá Ernu hefst á morgun klukkan níu að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma.

Svig sjónskertra kvenna hefst klukkan 9.00, svig standandi kvenna klukkan 9.15 og svig sitjandi kvenna kl. 9.40 (5.40 á íslenskum tíma) en Erna keppir í sitjandi flokki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.