Enski boltinn

Kári og félagar settu pressu á Preston

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason lék allan leikinn þegar lið hans Rotherham United vann 2-0 útisigur á Oldham Athletic í ensku C-deildinni í fótbolta í kvöld.

Rotherham United er þar með aðeins tveimur stigum á eftir Preston North End í baráttunni um fjórða sætið en Rotherham-liðið á leik inni.

Rotherham hefur auk þess tíu stiga forskot á Peterborough sem er í 6. sætinu og eru Kári og félagar því svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Mark Bradley og Lee Frecklington skoruðu mörk Rotherham United í kvöld en þetta var ellefti deildarleikur liðsins í röð án taps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×