Enski boltinn

Hjónabönd knattspyrnumanna halda oft ekki eftir að ferlinum lýkur

Dean Holdsworth.
Dean Holdsworth. vísir/getty
Þeir sem gera það gott sem atvinnumenn í knattspyrnu eiga oft erfitt með að fóta sig þegar ferlinum lýkur og stjörnuljóminn af lífi þeirra hverfur.

Til eru samtök sem eiga að styðja við bakið á fyrrum atvinnumönnum í knattspyrnu er þeir fara út af sporinu. Það gerist mjög oft.

Samkvæmt samtökunum þá lenda 33 prósent fyrrum atvinnumanna í því að skilja við konuna sína fyrsta árið eftir að ferli þeirra lýkur.

Peningamálin vefjast einnig fyrir mönnum og 40 prósent fyrrum atvinnumanna verða gjaldþrota fimm árum eftir að skórnir fara í hilluna.

„Allt of margir leikmenn horfa ekki til framtíðar meðan þeir eru enn að spila og þess vegna lenda þeir í peningavandræðum," segir gamli atvinnumaðurinn Dean Holdsworth en hann fer fyrir samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×