Enski boltinn

Leikmenn Tottenham rifust á krísufundi eftir tapið gegn Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tottenham-menn voru í sárum eftir tapið.
Tottenham-menn voru í sárum eftir tapið. Vísir/Getty
„Við eyddum meira en tveimur klukkustundum á leikmannafundi þar sem við sögðum það sem þurfti að segja. Allir öskruðu,“ segir Brasilíumaðurinn Sandro, leikmaður Tottenham, um krísfund sem haldinn var á meðal leikmanna liðsins eftir tapið gegn Chelsea um helgina.

Tottenham steinlá, 4-0, í Lundúnaslagnum og knattspyrnustjóranum, TimSherwood, var ekki skemmt eftir leik. Hann sagðist átta sig á því að menn vinna ekki leiki 2-0 undir og manni færri á Brúnni en hann hefði þó viljað sjá menn sýna meiri baráttu og vilja.

Þetta ítrekaði hann við leikmenn sína eftir leikinn. Hann sagði þá vera of góða við hvorn annan og þeir ættu að þora vera ekki alltaf góði samherjinn alla daga.

„Allir leikmennirnir höfðu sitthvað að segja, við skulum bara orða það þannig. Við ræddum málin. Stjórinn sagði það sama við okkur og við fjölmiðla eftir leikinn,“ segir Sandro.

„Nú verðum við að bretta upp ermar og gefa allt sem við eigum í næstu verkefni fyrir liðið og okkur sjálfa. Framvegis munum við eldri leikmennirnir geta sagt eitthvað þegar hlutirnir eru ekki í lagi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×