Spurning hvort Ísland tekur þátt í samkomulagi sem byggir á ofveiði Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:46 Kolbeinn Árnason Vísir/Óskar/Arnþór „Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52
"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03
Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57