Spurning hvort Ísland tekur þátt í samkomulagi sem byggir á ofveiði Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:46 Kolbeinn Árnason Vísir/Óskar/Arnþór „Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
„Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52
"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03
Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57