Enski boltinn

Özil frá í mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Vísir/Getty
Arsenal-menn verða án Þjóðverjans Mesut Özil næstu vikurnar en hann tognaði aftan í læri í Meistaradeildarleiknum á móti Bayern München á þriðjudagskvöldið.

Özil sem er dýrasti leikmaður Arsenal frá upphafi, meiddist strax á annarri mínútu í leiknum en kláraði engu að síður fyrri hálfleikinn.

Eftir myndatökur kom í ljós að þessi 25 ára miðjumaður þarf að hvíla í að minnsta kosti fjórar vikur.

Özil mun missa af deildarleikjum á móti Tottenham, Chelsea, Swansea, Manchester City og Everton en þá er ekkert öruggt að hann verði orðinn góður fyrir undanúrslitaleikinn í bikarnum sem er á móti Wigan á Wembley 12. apríl næstkomandi.

Mesut Özil er með 6 mörk og 13 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum með Arsenal síðan að Arsene Wenger keypti hann frá Real Madrid í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×