Enski boltinn

Cantona handtekinn

Eric Cantona.
Eric Cantona. vísir/getty
Frakkinn skapheiti, Eric Cantona, er ekki hættur að koma sér í vandræði en hann var handtekinn í Lundúnum í gær.

Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglu er Cantona grunaður um að hafa ráðist á annan mann í Camden. Fórnarlambið þurfti ekki á læknishjálp að halda.

Cantona er goðsögn í lifanda lífi hjá stuðningsmönnum Man. Utd en hann lék með liðinu frá 1992 til 1997.

Eitt eftirminnilegasta atvik á ferli Cantona er þegar hann réðst á áhorfanda í leik gegn Crystal Palace árið 1995. Hann fór þá í eftirminnilegt karatespark sem skilaði honum átta mánaða leikbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×