„Hann kallaði mig helvítis útlending“ Baldvin Þormóðsson skrifar 16. mars 2014 19:00 Bessem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra og þeirri hættu sem þeir geta lent í. vísir/gva Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“ Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira