Strætó skoðar aðgerðir eftir árás á vagnstjóra Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2014 10:54 Hættulegar aðstæður sköpuðust þegar ráðist var á vagnstjóra strætisvagns sem var á ferð. Ráðist var á Bessem Aref vagnstjóra um helgina þar sem hann var að aka strætisvagni sínum frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ sagði Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Vísir greindi frá málinu í gær en ástæða árásarinnar var sú að Bessem hafði neitað öðrum manni um far með vagninum vegna þess að sá maður vildi ekki borga fullt fargjald og kostaði það Bessem auk árásarinnar ókvæðisorð á borð við „helvítis útlendingur.“Skermun og eftirlitsmyndavélarReynir Jónsson er framkvæmdastjóri Strætó og hann segir menn þar líta þetta atvik mjög alvarlegum augum og sé það nú til ítarlegrar skoðunar. Hann segir tvennt í stöðunni, sem þeir hjá Strætó eru að skoða, sem er að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi sem og að skerma vagnstjórana alfarið af. Þetta séu leiðinlegar ráðstafanir að grípa til því menn vilja halda í þá hugmynd að Ísland sé tiltölulega friðsælt land. „Þetta eru neyðarráðsstafanir sem við erum ekkert rosalega skotin í. Það að stöðugar upptökur í gangi gerir okkur að sjá nákvæmlega hvað gerist.“Reynir Jónsson hjá Strætó.Reynir segir þetta líkast til lið í stærra og djúpstæðara vandamáli. „Það er eitthvað í gangi sem veldur þessu. Þetta er kannski svipað og með konuna sem varð fyrir aðkasti í sundlaugunum. Af því að hún var feitlagin. Ef þú ert feit, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ef þú ert útlendingur, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ég hef náttúrlega ekki rannsakað þetta né hef ég þekkingu til að greina af hverju þetta er sprottið. En fordómar hafa náttúrlega verið til, það er ekkert nýtt að ráðist sé á fólk af því að það er öðru vísi.“Þjálfaðir til að bregðast við ógnandi hegðun Sem betur fer er þetta afar sjaldgæft en atvikin sem þó koma upp eru frá því að vagnstjórar þurfi að sitja undir hastarlegum athugasemdum yfir í að vera hreinar og klárar líkamsárásir. „Við höfum, í samstarfi við lögregluna, þjálfað okkar fólk í að bregðast við æstum farþegum og ógnandi hegðun.“ Reynir segir að þó menn séu tvístígandi varðandi frekari skermun sé sú spurning alltaf til staðar, hvort menn vilji bíða eftir því að fyrsti vagnstjórinn verði fyrir alvarlegum skaða. „Hvenær er rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun? Því er erfitt að svara.“ Tengdar fréttir „Hann kallaði mig helvítis útlending“ Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg og niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. 16. mars 2014 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Ráðist var á Bessem Aref vagnstjóra um helgina þar sem hann var að aka strætisvagni sínum frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ sagði Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Vísir greindi frá málinu í gær en ástæða árásarinnar var sú að Bessem hafði neitað öðrum manni um far með vagninum vegna þess að sá maður vildi ekki borga fullt fargjald og kostaði það Bessem auk árásarinnar ókvæðisorð á borð við „helvítis útlendingur.“Skermun og eftirlitsmyndavélarReynir Jónsson er framkvæmdastjóri Strætó og hann segir menn þar líta þetta atvik mjög alvarlegum augum og sé það nú til ítarlegrar skoðunar. Hann segir tvennt í stöðunni, sem þeir hjá Strætó eru að skoða, sem er að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi sem og að skerma vagnstjórana alfarið af. Þetta séu leiðinlegar ráðstafanir að grípa til því menn vilja halda í þá hugmynd að Ísland sé tiltölulega friðsælt land. „Þetta eru neyðarráðsstafanir sem við erum ekkert rosalega skotin í. Það að stöðugar upptökur í gangi gerir okkur að sjá nákvæmlega hvað gerist.“Reynir Jónsson hjá Strætó.Reynir segir þetta líkast til lið í stærra og djúpstæðara vandamáli. „Það er eitthvað í gangi sem veldur þessu. Þetta er kannski svipað og með konuna sem varð fyrir aðkasti í sundlaugunum. Af því að hún var feitlagin. Ef þú ert feit, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ef þú ert útlendingur, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ég hef náttúrlega ekki rannsakað þetta né hef ég þekkingu til að greina af hverju þetta er sprottið. En fordómar hafa náttúrlega verið til, það er ekkert nýtt að ráðist sé á fólk af því að það er öðru vísi.“Þjálfaðir til að bregðast við ógnandi hegðun Sem betur fer er þetta afar sjaldgæft en atvikin sem þó koma upp eru frá því að vagnstjórar þurfi að sitja undir hastarlegum athugasemdum yfir í að vera hreinar og klárar líkamsárásir. „Við höfum, í samstarfi við lögregluna, þjálfað okkar fólk í að bregðast við æstum farþegum og ógnandi hegðun.“ Reynir segir að þó menn séu tvístígandi varðandi frekari skermun sé sú spurning alltaf til staðar, hvort menn vilji bíða eftir því að fyrsti vagnstjórinn verði fyrir alvarlegum skaða. „Hvenær er rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun? Því er erfitt að svara.“
Tengdar fréttir „Hann kallaði mig helvítis útlending“ Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg og niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. 16. mars 2014 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
„Hann kallaði mig helvítis útlending“ Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg og niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. 16. mars 2014 19:00