„Hann kallaði mig helvítis útlending“ Baldvin Þormóðsson skrifar 16. mars 2014 19:00 Bessem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra og þeirri hættu sem þeir geta lent í. vísir/gva Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“ Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent