Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 15:29 VÍSIR/ARNÞÓR „Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. „Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá.“ Undantekningarlaust fái fólk þá greitt undir lágmarkslaunum og Efling innheimtir mismuninn. „Þetta eru einhver hundruð skipta á ári,“ segir Tryggvi. „Fimmtán prósent af félagsmönnum okkar eru í veitingageiranum en miklu meira en helmingur af vinnu okkar á hverju ári er vegna launakrafna hjá því fólki.“ Í rauninni skipti ekki máli hvar fæti er stigið niður í veitingageiranum, þetta sé bara ráðandi þar. Aldur starfsfólksins skipti ekki máli heldur. Tryggvi bendir á að fólk í vaktavinnu eigi rétt á vetrarfríi en á 20 ára ferli sínum hjá Eflingu hafi hann aldrei séð að þeim rétti sé fylgt eftir í framkvæmd. „Það eru örfáir staðir sem eru í lagi en þeir eru algjör undantekning,“ segir hann. Eins og Vísir sagði frá í síðustu viku er nokkuð um það að verið sé að greiða fólki jafnaðarkaup en samkvæmt upplýsingum frá VR er í raun ekkert til sem heitir jafnaðarkaup. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út. Fréttastofa ákvað því að hafa samband við stéttarfélagið Eflingu og kanna hvernig málum væri háttað hjá félagsmönnum þess.Vantar viðurlög við þessum brotum Um er að ræða stór fyrirtæki og Tryggvi segist hafa átt marga fundi með sumum þeirra. Því hafi margoft verið lofað að kippa þessu í liðinn. „En það er síðan ekki gert og við höldum bara áfram að innheimta fyrir þá sem koma og leita réttar síns.“ Það vanti viðurlög við þessum brotum. „Þegar það er komin krafa númer 10 eða 20 á sama fyrirtæki ætti að vera hægt að setja einhverjar sektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að reynt sé að fræða fólk um launakjör þeirra og hvað ungt fólk varðar mæti stéttarfélögin í grunn- og framhaldsskóla. Vandamálið virðist þó að einhverju leyti liggja í því að velta starfsmanna er mikil og mikið um að fólk vinni í stutta tíma á sama stað. Það geri alla launabaráttu veikari en ella þyrfti að vera. En vandamálið hafi viðgengist of lengi. Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
„Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. „Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá.“ Undantekningarlaust fái fólk þá greitt undir lágmarkslaunum og Efling innheimtir mismuninn. „Þetta eru einhver hundruð skipta á ári,“ segir Tryggvi. „Fimmtán prósent af félagsmönnum okkar eru í veitingageiranum en miklu meira en helmingur af vinnu okkar á hverju ári er vegna launakrafna hjá því fólki.“ Í rauninni skipti ekki máli hvar fæti er stigið niður í veitingageiranum, þetta sé bara ráðandi þar. Aldur starfsfólksins skipti ekki máli heldur. Tryggvi bendir á að fólk í vaktavinnu eigi rétt á vetrarfríi en á 20 ára ferli sínum hjá Eflingu hafi hann aldrei séð að þeim rétti sé fylgt eftir í framkvæmd. „Það eru örfáir staðir sem eru í lagi en þeir eru algjör undantekning,“ segir hann. Eins og Vísir sagði frá í síðustu viku er nokkuð um það að verið sé að greiða fólki jafnaðarkaup en samkvæmt upplýsingum frá VR er í raun ekkert til sem heitir jafnaðarkaup. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út. Fréttastofa ákvað því að hafa samband við stéttarfélagið Eflingu og kanna hvernig málum væri háttað hjá félagsmönnum þess.Vantar viðurlög við þessum brotum Um er að ræða stór fyrirtæki og Tryggvi segist hafa átt marga fundi með sumum þeirra. Því hafi margoft verið lofað að kippa þessu í liðinn. „En það er síðan ekki gert og við höldum bara áfram að innheimta fyrir þá sem koma og leita réttar síns.“ Það vanti viðurlög við þessum brotum. „Þegar það er komin krafa númer 10 eða 20 á sama fyrirtæki ætti að vera hægt að setja einhverjar sektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að reynt sé að fræða fólk um launakjör þeirra og hvað ungt fólk varðar mæti stéttarfélögin í grunn- og framhaldsskóla. Vandamálið virðist þó að einhverju leyti liggja í því að velta starfsmanna er mikil og mikið um að fólk vinni í stutta tíma á sama stað. Það geri alla launabaráttu veikari en ella þyrfti að vera. En vandamálið hafi viðgengist of lengi.
Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent