Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 15:29 VÍSIR/ARNÞÓR „Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. „Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá.“ Undantekningarlaust fái fólk þá greitt undir lágmarkslaunum og Efling innheimtir mismuninn. „Þetta eru einhver hundruð skipta á ári,“ segir Tryggvi. „Fimmtán prósent af félagsmönnum okkar eru í veitingageiranum en miklu meira en helmingur af vinnu okkar á hverju ári er vegna launakrafna hjá því fólki.“ Í rauninni skipti ekki máli hvar fæti er stigið niður í veitingageiranum, þetta sé bara ráðandi þar. Aldur starfsfólksins skipti ekki máli heldur. Tryggvi bendir á að fólk í vaktavinnu eigi rétt á vetrarfríi en á 20 ára ferli sínum hjá Eflingu hafi hann aldrei séð að þeim rétti sé fylgt eftir í framkvæmd. „Það eru örfáir staðir sem eru í lagi en þeir eru algjör undantekning,“ segir hann. Eins og Vísir sagði frá í síðustu viku er nokkuð um það að verið sé að greiða fólki jafnaðarkaup en samkvæmt upplýsingum frá VR er í raun ekkert til sem heitir jafnaðarkaup. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út. Fréttastofa ákvað því að hafa samband við stéttarfélagið Eflingu og kanna hvernig málum væri háttað hjá félagsmönnum þess.Vantar viðurlög við þessum brotum Um er að ræða stór fyrirtæki og Tryggvi segist hafa átt marga fundi með sumum þeirra. Því hafi margoft verið lofað að kippa þessu í liðinn. „En það er síðan ekki gert og við höldum bara áfram að innheimta fyrir þá sem koma og leita réttar síns.“ Það vanti viðurlög við þessum brotum. „Þegar það er komin krafa númer 10 eða 20 á sama fyrirtæki ætti að vera hægt að setja einhverjar sektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að reynt sé að fræða fólk um launakjör þeirra og hvað ungt fólk varðar mæti stéttarfélögin í grunn- og framhaldsskóla. Vandamálið virðist þó að einhverju leyti liggja í því að velta starfsmanna er mikil og mikið um að fólk vinni í stutta tíma á sama stað. Það geri alla launabaráttu veikari en ella þyrfti að vera. En vandamálið hafi viðgengist of lengi. Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
„Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. „Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá.“ Undantekningarlaust fái fólk þá greitt undir lágmarkslaunum og Efling innheimtir mismuninn. „Þetta eru einhver hundruð skipta á ári,“ segir Tryggvi. „Fimmtán prósent af félagsmönnum okkar eru í veitingageiranum en miklu meira en helmingur af vinnu okkar á hverju ári er vegna launakrafna hjá því fólki.“ Í rauninni skipti ekki máli hvar fæti er stigið niður í veitingageiranum, þetta sé bara ráðandi þar. Aldur starfsfólksins skipti ekki máli heldur. Tryggvi bendir á að fólk í vaktavinnu eigi rétt á vetrarfríi en á 20 ára ferli sínum hjá Eflingu hafi hann aldrei séð að þeim rétti sé fylgt eftir í framkvæmd. „Það eru örfáir staðir sem eru í lagi en þeir eru algjör undantekning,“ segir hann. Eins og Vísir sagði frá í síðustu viku er nokkuð um það að verið sé að greiða fólki jafnaðarkaup en samkvæmt upplýsingum frá VR er í raun ekkert til sem heitir jafnaðarkaup. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út. Fréttastofa ákvað því að hafa samband við stéttarfélagið Eflingu og kanna hvernig málum væri háttað hjá félagsmönnum þess.Vantar viðurlög við þessum brotum Um er að ræða stór fyrirtæki og Tryggvi segist hafa átt marga fundi með sumum þeirra. Því hafi margoft verið lofað að kippa þessu í liðinn. „En það er síðan ekki gert og við höldum bara áfram að innheimta fyrir þá sem koma og leita réttar síns.“ Það vanti viðurlög við þessum brotum. „Þegar það er komin krafa númer 10 eða 20 á sama fyrirtæki ætti að vera hægt að setja einhverjar sektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að reynt sé að fræða fólk um launakjör þeirra og hvað ungt fólk varðar mæti stéttarfélögin í grunn- og framhaldsskóla. Vandamálið virðist þó að einhverju leyti liggja í því að velta starfsmanna er mikil og mikið um að fólk vinni í stutta tíma á sama stað. Það geri alla launabaráttu veikari en ella þyrfti að vera. En vandamálið hafi viðgengist of lengi.
Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47