Innlent

Tvær líkamsárásir í Vestmannaeyjum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn að huga að því hvar þeir leggja og virða bílastæði fyrir fatlaða.
Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn að huga að því hvar þeir leggja og virða bílastæði fyrir fatlaða. Vísir/Pjetur
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku.

Önnur árásin átti sér stað í heimahúsi. Ósætti tveggja karlmanna endaði með slagsmálum og var lögregla kölluð á vettvang.

Í hinni árásinni kýldi einn karlmaður annan mann tvisvar. Í báðum tilvikum voru áverkar fórnarlamba minniháttar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar segir ennfremur að einn ökumaður hafi verið stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti og tveir voru kærðir fyrir að leggja ólöglegu.

Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn að huga að því hvar þeir leggja og virða bílastæði fyrir fatlaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×