Innlent

Eldur í sumarbústað við Hafravatn

Eldur kviknaði í um fjörutíu fermetra sumarbústað á milli Úlfarsfells og Hafravatns á tíunda tímanum. Tvær stöðvar fóru á staðinn og eru enn að. Nokkur eldur var í bústaðnum sem er sennilega töluvert skemmdur en hann var mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Á sama tíma kom annað útkall þegar tilkynnt var um reyk í fjölbýlishúsi í Bólstaðarhlíð. Slökkiliðk úr Hafnarfirði var sent þangað og er þar enn við reykræstingu.

Ekki virðist hafa verið um eld að ræða og er verið að kanna hvaðan reykurinn kom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×