Innlent

Sjúkrabíll lenti í árekstri við fólksbíl

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi
Frá vettvangi vísir/vilhelm
Sjúkrabíll lenti í árekstri við fólksbíl við Gömlu Hringbraut nú á fimmta tímanum í dag. Sjúkrabíllinn var á leið í útkall.

Slökkvilið og sjúkrabílar eru á svæðinu en að sögn slökkviliðsins urðu ekki mikil slys á fólki.

Uppfært klukkan 17.45

Ökumaður fólksbílsins og einn sjúkraflutningamaður hafa verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×