Innlent

Stöðvuðu kannabisræktun á tveimur stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í gærkvöldi og í nótt og handtók þrjár manneskjur vegna frekari rannsókna á málunum.

Annarsvegar voru karl og kona handtekin í austurborginni og hinsvegar karlmaður í Hafnarfirði  auk þess sem par, sem þar var á vettvangi, er grunað um vörslu fíkniefna.

Hald var lagt á plönturnar á báðum stöðum auk tóla og tækja til ræktunar, en ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hversu margar plönturnar voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×