Enski boltinn

Eigandi Liverpool viðurkennir klásúlu í samningi Suarez

Luis Suarez.
Luis Suarez. vísir/getty
Luis Suarez vildi fara frá Liverpool síðasta sumar og benti margt til þess að hann myndi fara. Sagt var að hann hefði verið með klausu í samningi sínum sem leyfði honum að fara ef félag byði 40 milljónir punda í hann. Eigandi Liverpool, John Henry, hefur nú staðfest þær fregnir.

Henry segir að engu að síður hafi félagið tekið þá afstöðu að selja ekki leikmanninn.

"Hann var með þessa klausu í samningi sínum. Hann mátti fara ef félag bauð í hann 40 milljónir punda. Arsenal bauð 40 milljónir punda og eitt pund í hann," sagði Henry.

"Við vildum ekki selja. Við neyddumst til þess með Torres en þegar þetta tilboð kom frá Arsenal þá neituðum við að selja og það hefur reynst gott fyrir alla aðila. Hann er að blómstra sem og liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×