Enski boltinn

Lukaku er ómetanlegur

Lukaku fagnar með Everton.
Lukaku fagnar með Everton. vísir/getty
Everton datt heldur betur í lukkupottinn er félagið fékk framherjann Romelu Lukaku lánaðan frá Chelsea. Hann hefur farið á kostum fyrir Everton í vetur. Hann snéri til baka eftir meiðsli um helgina og skoraði sigurmark liðsins gegn West Ham.

Roberto Martinez, stjóri Everton, vonast til þess að halda leikmanninum í röðum félagsins á næstu leiktíð.

"Lukaku er ómetanlegur leikmaður og það er ekki hægt að skipta honum út fyrir annan mann. Barcelona er frábært lið en þegar Messi er ekki með liðinu þá er það ekki sama liðið," sagði Martinez.

Hann er líka með Gareth Barry í láni frá Man. City og Gerard Deulofeu kom frá Barcelona.

"Það skiptir okkur miklu máli að geta fengið leikmenn að láni frá öðrum. Ég vil að þessir strákar fái ómetanlega reynslu sem leikmenn er þeir eru hjá okkur. Það væri frábært að geta haldið þessum þeim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×