Enski boltinn

Hjálpar okkur að vera ekki undir pressu

Gerrard og Jordan Henderson.
Gerrard og Jordan Henderson.
Einhverjir voru búnir að afskrifa Liverpool í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en það virðist hafa verið fullsnemmt.

Liverpool er komið í annað sæti deildarinnar eftir sannfærandi sigur á Southampton um helgina. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að það henti liðinu vel að vera ekki talið líklegt til að fara alla leið.

"Það hjálpar okkur að fólk skuli ekki hafa trú á okkur í toppbaráttuni. Það er ekkert að trufla okkur og við getum undirbúið okkur í friði," sagði Gerrard.

Luis Suarez átti flottan leik fyrir Liverpool um helgina en hann spilaði þá sinn 100. leik fyrir Liverpool.

"Ég á ekki fleiri orð til þess að lýsa honum. Við erum heppnir í þessu landi að svona stórkostlegir leikmenn skuli spila hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×