Enski boltinn

Afþakkaði far og labbaði heim

Ég held ég gangi heim. Oscar er hér að koma úr rútunni fyrir leik. Hann labbaði svo heim.
Ég held ég gangi heim. Oscar er hér að koma úr rútunni fyrir leik. Hann labbaði svo heim. vísir/getty
Atvinnumennirnir í enska boltanum eru þekktir fyrir að vilja hafa það gott og láta þjónusta sig. Brasilíumaðurinn Oscar virðist ekki vera einn þeirra.

Eftir 3-1 sigur Chelsea á Fulham um helgina neitaði Oscar að fara aftur upp í liðsrútu félagsins. Hann vildi frekar labba einn heim.

Brasilíumaðurinn býr ekki fjarri Craven Cottage og sagðist vera álíka lengi að labba heim eins og að fara með rútunni til baka og keyra síðan heim.

Oscar lék 78 mínútur í leiknum en hann er nýbúinn að jafna sig af ökklameiðslum. Ökklinn virðist vera í góðu lagi þar sem strákurinn gat þess utan tölt heim á leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×