Enski boltinn

Nasri: Ég er ekki hræddur við Chelsea

Nasri fagnar.
Nasri fagnar. vísir/getty
Það eru aðeins tíu umferðir eftir af ensku úrvalsdeildinni og spennan heldur betur farin að magnast. Flestir búast við því að Chelsea og Man. City muni berjast um titilinn fram á lokadag.

Chelsea er með fjögurra stiga forskot á Liverpool og Arsenal. City er sex stigum á eftir Chelsea enn á tvo leiki inni.

"Ég er ekki hræddur við Chelsea," sagði Samir Nasri, leikmaður Man. City. "Það er mikið eftir og öll lið eiga eftir erfiða leiki."

Nasri og félagar eru nýbúnir að vinna enska deildabikarinn og ætla sér að koma af krafti inn í lokasprettinn.

"Ef við vinnum þessa tvo leiki sem við eigum inni þá förum við á toppinn. Það er samt betra að tala sem minnst og láta frekar verkin tala á vellinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×