Enski boltinn

Ég vil spila

Bendtner fagnar marki.
Bendtner fagnar marki. vísir/getty
Þó svo Arsenal sé í framherjavandræðum þá fær danski framherjinn, Nicklas Bendtner, lítið sem ekkert að spila með liðinu. Hann er eðlilega frekar ósáttur við sína stöðu.

Bendtner hefur aðeins komið við sögu í níu deildarleikjum hjá Arsenal í vetur og aðeins einu sinni komið við sögu eftir áramót.

"Ef þið getið fundið fótboltamann sem er sáttur við að sitja og horfa á leiki þá held ég að sá leikmaður þurfi að finna sér aðra vinnu," sagði Bendtner.

"Ég vil spila. Er í flottu standi og æfi vel. Það er svo undir stjóranum komið hvort hann vill spila mér eða ekki. Eina sem ég get gert er að halda áfram að æfa vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×