Enski boltinn

Aguero er klár í lokasprettinn

Sergio Aguero.
Sergio Aguero. vísir/getty
Stuðningsmenn Man. City kættust um síðustu helgi er Sergio Aguero snéri aftur á völlinn eftir meiðsli. Hann spilaði þá í tæpan klukkutíma í úrslitaleik deildabikarsins.

Argentínumaðurinn komst óskaddaður frá leiknum og er bjartsýnn á að geta lagt sín lóð á vogarskálarnar á lokaspretti ensku deildarinnar.

"Mér leið vel og það er gott að vera kominn til baka. Það er alltaf pínu hræðsla í fyrsta leik eftir meiðsli en ekkert kom fyrir og ég er í flottu standi," sagði Aguero.

"Það er mikið spilað í Englandi og menn þurfa að venjast því. Það er ekkert annað að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×