Enski boltinn

Risatap á rekstri Liverpool

Leikmenn Liverpool hafa verið að standa sig.
Leikmenn Liverpool hafa verið að standa sig. vísir/getty
Liverpool tapaði 50 milljónum punda, eða tæplega 9,5 milljörðum íslenskra króna, leiktíðina 2012-13. Skuldir félagsins jukust í kjölfarið um 29 prósent.

Það þurfti innspýtingu frá eigendum félagsins, Fenway Sports Group, upp á 46,8 milljónir punda til að endurgreiða lán á tímabilinu.

Liverpool á góðan möguleika á því að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð sem færir félaginu umtalsvert hærri tekjur en undanfarin ár.

Framkvæmdastjóri félagsins, Ian Ayre, segir að rekstur félagsins sé á réttri leið og að félagið hafi minnkað skuldir sínar umtalsvert á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×