Enski boltinn

Mertesacker og Rosicky framlengdu við Arsenal

Mertesacker og Rosicky með Wenger.
Mertesacker og Rosicky með Wenger. vísir/getty
Arsenal tilkynnti í dag að félagið væri búið að endurnýja samninga við þá Per Mertesacker og Tomas Rosicky.

Báðir leikmenn hafa verið í samningaviðræðum við félagið frá því á síðasta ári og nú er loksins búið að skrifa undir.

"Það er mikið gleðiefni að þessir leikmenn hafi skrifað undir nýjan samning. Þetta eru gæðaleikmenn með mikla reynslu," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Mertesacker samdi til ársins 2017 en Rosicky til 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×