Lífið

Þakkarræða ritskoðuð í Rússlandi

Ugla Egilsdóttir skrifar
Jared Leto lék á als oddi á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Jared Leto lék á als oddi á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Orð sem Jared Leto beindi til mótmælenda í Úkraínu voru ritskoðuð úr þakkarræðu hans þegar Óskarsverðlaunaathöfnin var sýnd í rússnesku sjónvarpi. Þegar Jared Leto tók við Óskarsverðlaunum fyrir best leik karls í aukahlutverki notaði hann tækifærið og lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Úkraínu. 

Samkvæmt The Hollywood Reporter staðfestir talsmaður rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar Channel One að þennan hluta hafi vantað úr ræðu Jareds í útgáfunni sem var sýnd í Rússlandi. Hann neitar hinsvegar að sjónvarpsstöðin beri ábyrgð á því að þessi hluti ræðunnar hafi verið ritskoðaður. Stöðin hafi notast við 90 mínútna alþjóðlega útgáfu af hátíðinni sem ekki hafi mátt hreyfa við.


Tengdar fréttir

Rauðkur vinna Óskarinn

Tvær rauðhærðar konur eru tilnefndar í ár og sýnir sagan að þær gætu unnið.

Hlaut ellefu Óskarsverðlaun af fjórtán

Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu.

Mætti á stuttbuxum á Óskarinn

Pharrell Williams, 40 ára, mætti á Óskarinn með eiginkonu sinni Helen Lasichanh klæddur í Lanvin stuttbuxur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.