Lífið

Tók pítsu fram yfir Óskarinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spéfuglinn Rebel Wilson mætti ekki á Óskarsverðlaunahátíðina í gær. Leikkona ákvað í staðinn að vera heima hjá sér og fá sér pítsu með vinum sínum. Hún notaði veðrið sem afsökun en það rigndi afskaplega mikið í Hollywood fyrir hátíðina.

„Ég ætlaði að fara á Óskarinn en ég ákvað frekar að halda mitt eigið teiti heima hjá mér,“ segir Rebel sem slegið hefur í gegn í myndum á borð við Bridesmaids og Pitch Perfect.

Rebel birti nokkrar myndir úr teitinu á Twitter-síðu sinni og var greinilega mikið stuð í þessu afslappaða partíi.


Tengdar fréttir

Hámaði í sig pítsu

Leikarinn Brad Pitt fékk sér hressingu á Óskarsverðlaunahátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.