Enski boltinn

Suarez fer ekki þó svo Liverpool komist ekki í Meistaradeildina

Suarez er mjög hamingjusamur hjá Liverpool.
Suarez er mjög hamingjusamur hjá Liverpool. vísir/getty
Margir stuðningsmenn Liverpool hafa óttast í vetur að Luis Suarez muni fara frá félaginu ef liðinu tekst ekki að komast í Meistaradeildina. Sá ótti virðist vera óþarfur ef eitthvað er að marka orð framherjans.

"Ég yrði örugglega áfram þó svo við kæmumst ekki í Meistaradeildina. Ég skrifaði undir samning til ársins 2017 við félagið því ég ér ánægður hérna," sagði Suarez.

"Að spila í Meistaradeildinni er ekki háð framtíð minni hér. Ég vil að liðinu gangi vel og vil frekar að liðið komist í Meistaradeildina en að ég fái gullskóinn.

"Það vilja auðvitað allir spila í Meistaradeildinni. Við höfum ekki verið nógu góðir til þess að spila þar síðan ég kom til félagsins en þetta gæti verið okkar ár."

Suarez hefur farið á kostum með Liverpool í vetur og nánast skorað að vild.

"Þetta er mitt besta tímabil til þess á ferlinum. Ég er á góðum stað bæði líkamlega og andlega. Mér líður betur hjá Liverpool með hverjum deginum. Ég er 27 ára á hátindi ferils míns og gæti ekki liðið betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×