Enski boltinn

Hazard meiddist ekki alvarlega

Hazard í landsleik.
Hazard í landsleik. vísir/getty
Það fór um stuðningsmenn Chelsea í gær er fréttir bárust af því að Eden Hazard hefði meiðst í landsleik Belga og Fílabeinsstrandarinnar.

Hazard spilaði síðasta hálftíma leiksins, sem endaði 2-2, og var sparkaður niður af Cheick Tiote, leikmanni Newcastle.

"Ég meiddi mig en held ég geti spilað um næstu helgi," sagði Hazard en Chelsea á þá leik gegn Totenham.

"Það var skemmtilegt að fá þetta spark aðeins 20 sekúndum eftir að ég kom inn á. Ég hef ekki neinar áhyggjur af þessu. Ég mun ná mér góðum fyrir næsta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×