Dýrustu miðarnir sem eru til sölu, samkvæmt óformlegri könnun Vísis, eru 60 þúsund krónur og gilda þeir í stæði. Sambærilegir miðar kostuðu 14900 krónur í morgun, í gegnum miðasölu vefsíðunnar Miði.is.
Margir óska eftir miðum í gegnum síðuna og virðast flestir tilbúnir að borga meira en uppsett verð var í gegnum hefðbundna miðasölu í morgun. Hér að neðan má sjá skjáskot af hluta þeirra auglýsinga sem fólk hefur sett inn á samskiptasíðuna, hvort sem er um miða til sölu að ræða eða ósk eftir miðum.
Tónleikar Justin Timberlake fara fram þann 24. ágúst í Kórnum í Kópavogi.
