Enski boltinn

Balotelli vill spila fyrir Mourinho

Það er nokkuð ljóst að Chelsea mun versla að minnsta kosti einn framherja í sumar. Framherjar liðsins hafa engan veginn staðið undir væntingum í vetur.

Chelsea er í dag orðað við ítalska framherjann, Mario Balotelli, hjá AC Milan.

"Maður veit aldrei í fótboltaheiminum. Balotelli er hjá stóru félagi en maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea.

"Þetta er góður strákur og ég væri til í að vinna með honum aftur."

Balotelli ku ekki vera allt of sáttur hjá AC Milan og er sagður hafa áhuga á að koma aftur í enska boltann en hann var hjá Man. City á sínum tíma.

"Að sjálfsögðu myndi ég vilja vinna aftur með Jose. Við áttum í smá deilum í upphafi hjá Inter en síðan lagaðist það og við berum virðingu fyrir hvor öðrum. Í dag erum við góður vinir," sagði framherjinn.

"Það er aldrei leiðinlegt hjá Jose. Að vera í liði hjá Mourinho er eins og að vera hluti af fjölskyldu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×