Enski boltinn

Cardiff vann botnslaginn

Ole Gunnar Solskjær skilaði mikilvægum stigum í hús þegar lið hans, Cardiff, vann sigur á Fulham, 3-1, í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Fyrirliðinn Steven Caulker skoraði tvö marka Cardiff í dag en þriðja mark Cardiff var sjálfsmark Sascha Riether. Lewis Holtby skoraði fyrir Fulham á 59. mínútu og jafnaði þá metin.

Cardiff vann síðast leik í ensku úrvalsdeildinni þann 1. febrúar síðastliðinn. Fulham er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum síðan á nýársdag.

Cardiff komst í 25 stig í dag en liðið er enn í fallsæti með jafn mörg stig og West Brom, sem er í sautjánda sæti. Sunderland kemur næst með 24 stig en á þrjá leiki til góða.

Útlitið er hins vegar orðið ansi dökkt fyrir Fulham sem er í neðsta sætinu með 21 stig.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff City í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×