Enski boltinn

Aron Einar byrjaði í tapi Cardiff

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Soldado fagnar marki sínu
Soldado fagnar marki sínu Vísir/Getty
Tottenham lagði Cardiff City 1-0 á heimvelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff.

Gylfi Sigurðsson sat allan leikinn á varamannabekk Tottenham.

Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en Soldado skoraði eina mark leiksins á 28. mínútu.

Tottenham er í fimmta sæti, fjórum stigum á eftir Manchester City sem á tvo leiki til góða og sex stigum á eftir Liverpool og Arsenal.

Cardiff er í næst neðsta sæti deildinnar, með stigi meira en Fulham og tveimur stigum minna en Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×