Innlent

Ný Hverfisgata opnar

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Hverfisgatan hefur verið lokuð fyrir umferð um nokkuð skeið.
Hverfisgatan hefur verið lokuð fyrir umferð um nokkuð skeið. VÍSIR/ Vilhelm G
Opnunarhátið Hverfisgötu verður haldin næstkomandi laugardag.

Breytingar á Hverfisgötu hafa verið í gangi um nokkuð skeið en er nú að ljúka. Verkáfanganum verðu fagnað með skrúðgöngu, lúðraþyt og sirkusfólki.

Á Hverfisgötu frá Klapparstíg upp fyrir Vitastíg hefur allt yfirborð götu og gangstétta verið endurnýjað, ásamt lögnum sem komnar voru á tíma. Malbikaðar hjólareinar eru  beggja vegna götu og snjóbræðsla var sett í þær, sem og undir gangstéttar og gatnamót, sem eru steinlögð og upphækkuð.

Í kvöldfréttatíma stöðvar 2 var fjallað um að aðgengi fatlaðra er ábótavant við nýja og endurbætta Hverfisgötu.

Langur laugardagur er á Hverfisgötu eins og annars staðar í miðborginni og mikið um að vera.

Dagskráin hefst 14:00 með skrúðgöngu frá Bíó Paradís og hana má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.






Tengdar fréttir

Opna fyrir umferð í október

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hverfisgötu en unnið er að því að endurnýja götuna frá grunni. Gert er ráð fyrir að opna fyrir bílaumferð í byrjun október.

Hverfisgata opnuð fyrir umferð

Hverfisgatan var opnuð á ný fyrir bílaumferð í gær. Áfram verður unnið við lokafrágang götunnar alla næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×