Innlent

Opna fyrir umferð í október

Frá Hverfisgötu.
Frá Hverfisgötu. Fréttablaðið/pjetur
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hverfisgötu en unnið er að því að endurnýja götuna frá grunni. Unnið er á kaflanum milli Klapparstígs og Vitastígs og á gatnamótum Vitastígs og Hverfisgötu.

Gert er ráð fyrir því að hægt verði að opna gatnamótin fyrir bílaumferð í byrjun október.

Ráðgert er að hefja framkvæmdir á gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs í næstu viku og verður bílaumferð beint um hjáleiðir. Gönguleiðum niður Frakkastíg verður þó haldið opnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×