Enski boltinn

Carrick: Erfitt að kyngja þessu

Michael Carrick gengur niðurbrotinn af velli í gær.
Michael Carrick gengur niðurbrotinn af velli í gær.
Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, segir erfitt að kyngja stigamissinum á Old Trafford í gær þegar liðið gerði jafntefli við botnlið Fulham, 2:2.

Fulham, sem lá í vörn nær allan leikinn, komst 1-0 yfir snemma leiks en seint í síðari hálfleik náðu Englandsmeistararnir forystunni, 2-1, með tveimur mörkum á rétt rúmri mínútu.

Liðin skiptu þó stigunum jafnt á milli sín því í enn eitt skiptið á leiktíðinni fékk Man. Utd mark á sig í uppbótartíma og gengu heimamenn bugaðir af velli.

„Það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Carrick við heimasíðu Man. Utd eftir leikinn. „Það er erfitt að útskýra hvernig við fengum aðeins eitt stig úr þessum leik. Þetta var ótrúlegur leikur. Við vorum betri allan tímann.“

„Við spiluðum vel nær allan leikinn og sköpuðum okkur færi en náðum ekki að skora. Þegar við loks komumst yfir hefðum við átt að skora fleiri mörk miðað við færin sem við fengum. Það er því erfitt að kyngja þessu þegar maður fær svona tusku í andlitið í lokin.“

„Ég hef aldrei tekið þátt í svona leik á mínum ferli. Þetta er svo svekkjandi því við hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Michael Carrick.


Tengdar fréttir

Moyes: Skil ekki hvernig við unnum ekki

David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United skilur ekki hvernig lið hans náði ekki að vinna sigur á Fulham í dag þegar liðið skildu jöfn 2-2 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fulham jafnaði metin á 95. mínútu en United hefði átt að vera búið að gera út um leikinn.

Fulham náði jafntefli á Old Trafford

Manchester United náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Fulham heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fulham jafnaði metin á 95. mínútu en liðið var lengi yfir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×