Enski boltinn

Fulham náði jafntefli á Old Trafford

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Manchester United náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Fulham heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fulham jafnaði metin á 95. mínútu en liðið var lengi yfir í leiknum.

Manchester United sótti látlaust nánast frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Samt skoraði Steve Sidwell fyrsta mark leiksins fyrir Fulham á 19. mínútu.

Kieran Richardson fékk dauðafæri til að koma Fulham í 2-0 í fyrri hálfleik en hitti ekki marki af markteig.

Það var samt Manchester United sem réð lögum og lofum á vellinum og þyngdist pressan jafnt og þétt þar til Robin van Persie jafnaði metin á 78. mínútu.

Michael Carrick kom United yfir með skoti úr vítateigsboganum á 80. mínútu og allt benti til þess að Manchester United myndi innbyrða þrjú mikilvæg stig.

United fékk færi til að bæta við mörkum áður en Darren Bent jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma og tryggði Fulham óvænt stig.

Manchester United er í 7. sæti með 41 stig, níu stigum frá Meistaradeildarsæti. Fulham er í neðsta sæti með 20 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×