Enski boltinn

Moyes: Skil ekki hvernig við unnum ekki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pressan magnast á David Moyes
Pressan magnast á David Moyes vísir/getty
David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United skilur ekki hvernig lið hans náði ekki að vinna sigur á Fulham í dag þegar liðið skildu jöfn 2-2 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fulham jafnaði metin á 95. mínútu en United hefði átt að vera búið að gera út um leikinn.

„Svona er þetta búið að vera á tímabilinu. Í dag var þetta eins slæmt og það verður. Við stjórnuðum leiknum. Það var nógu slæmt að lenda undir. Við fengum svo mörg færi, áttum svo mörg skot og það var ótrúlegt hve mikið við vorum með boltann. Ég skil ekki hvernig við unnum ekki þennan leik,“ sagði Moyes eftir leikinn í dag.

„Það eru mörkin sem telja. Þú getur verið eins mikið með boltann og þú vilt. Við áttum að skora meira. Þú verður að halda áfram að reyna. Leikmennirnir reyndu hvað þeir gátu og loks komu mörkin. Ég var vonsvikinn að við komumst ekki í 3-1.

„Við vorum kærulausir í vörninni og hefðum átt að hreinsa en gerðum það ekki og það kostaði okkur sigurinn,“ sagði vonsvikinn Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×