Börnum gefin geðlyf án þess að önnur úrræði séu reynd Hrund Þórsdóttir skrifar 13. febrúar 2014 20:00 Í fréttum okkar höfum við sagt frá því að Íslendingar neyta mest allra af geðlyfjum og rætt við sálfræðing sem segir nauðsynlegt að breyta geðheilbrigðiskerfinu þannig að fyrsta hjálp, þ.e. sálfræðimeðferð sem er mælt með skv. klínískum leiðbeiningum, verði aðgengileg almenningi, í stað þess að gripið sé strax til lyfja, sem eru niðurgreidd af ríkinu, ólíkt öðrum úrræðum. Hún segir marga geðlækna á sömu skoðun, enda finnist þeim slæmt að geta ekki vísað á bestu úrræðin. „Ég veit til dæmis af fimm ára barni sem fór beint á lyf vegna kvíða og það er náttúrlega mjög óeðlilegt og óæskilegt að við höfum ekki aðrar leiðir en það,“ segir Kristbjörg. „Þarna er fyrst og fremst um hróplega vöntun á grunnþjónustu að ræða, til dæmis í samanburði við nágrannalöndin sem hafa ákveðið fyrirkomulag á þeirri þjónustu. Það fyrirkomulag er bara alls ekki til staðar hér á landi og það er auðvitað alvarleg skerðing á þjónustu,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur segir mikilvægt að efla þjónustu opinberra stofnana, einkum heilsugæslunnar, svo börn í tilfinningavanda fái þjónustu í nærumhverfinu. Stundum er gripið til lyfja þar sem önnur úrræði skortir, þrátt fyrir að börn séu næmari fyrir aukaverkunum en fullorðnir. „Lyfjanotkun á þessu sviði má gagnrýna, sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þá ég ég einkum við börn undir tíu ára aldri því að árangur lyfjameðferðar er mjög takmarkaður og hana á aðeins að veita í mjög völdum tilfellum af sérfræðingum sem hafa þekkingu á því sviði. Alla notkun út fyrir það er hægt að gera athugasemdir við,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Í fréttum okkar höfum við sagt frá því að Íslendingar neyta mest allra af geðlyfjum og rætt við sálfræðing sem segir nauðsynlegt að breyta geðheilbrigðiskerfinu þannig að fyrsta hjálp, þ.e. sálfræðimeðferð sem er mælt með skv. klínískum leiðbeiningum, verði aðgengileg almenningi, í stað þess að gripið sé strax til lyfja, sem eru niðurgreidd af ríkinu, ólíkt öðrum úrræðum. Hún segir marga geðlækna á sömu skoðun, enda finnist þeim slæmt að geta ekki vísað á bestu úrræðin. „Ég veit til dæmis af fimm ára barni sem fór beint á lyf vegna kvíða og það er náttúrlega mjög óeðlilegt og óæskilegt að við höfum ekki aðrar leiðir en það,“ segir Kristbjörg. „Þarna er fyrst og fremst um hróplega vöntun á grunnþjónustu að ræða, til dæmis í samanburði við nágrannalöndin sem hafa ákveðið fyrirkomulag á þeirri þjónustu. Það fyrirkomulag er bara alls ekki til staðar hér á landi og það er auðvitað alvarleg skerðing á þjónustu,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur segir mikilvægt að efla þjónustu opinberra stofnana, einkum heilsugæslunnar, svo börn í tilfinningavanda fái þjónustu í nærumhverfinu. Stundum er gripið til lyfja þar sem önnur úrræði skortir, þrátt fyrir að börn séu næmari fyrir aukaverkunum en fullorðnir. „Lyfjanotkun á þessu sviði má gagnrýna, sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þá ég ég einkum við börn undir tíu ára aldri því að árangur lyfjameðferðar er mjög takmarkaður og hana á aðeins að veita í mjög völdum tilfellum af sérfræðingum sem hafa þekkingu á því sviði. Alla notkun út fyrir það er hægt að gera athugasemdir við,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00