Börnum gefin geðlyf án þess að önnur úrræði séu reynd Hrund Þórsdóttir skrifar 13. febrúar 2014 20:00 Í fréttum okkar höfum við sagt frá því að Íslendingar neyta mest allra af geðlyfjum og rætt við sálfræðing sem segir nauðsynlegt að breyta geðheilbrigðiskerfinu þannig að fyrsta hjálp, þ.e. sálfræðimeðferð sem er mælt með skv. klínískum leiðbeiningum, verði aðgengileg almenningi, í stað þess að gripið sé strax til lyfja, sem eru niðurgreidd af ríkinu, ólíkt öðrum úrræðum. Hún segir marga geðlækna á sömu skoðun, enda finnist þeim slæmt að geta ekki vísað á bestu úrræðin. „Ég veit til dæmis af fimm ára barni sem fór beint á lyf vegna kvíða og það er náttúrlega mjög óeðlilegt og óæskilegt að við höfum ekki aðrar leiðir en það,“ segir Kristbjörg. „Þarna er fyrst og fremst um hróplega vöntun á grunnþjónustu að ræða, til dæmis í samanburði við nágrannalöndin sem hafa ákveðið fyrirkomulag á þeirri þjónustu. Það fyrirkomulag er bara alls ekki til staðar hér á landi og það er auðvitað alvarleg skerðing á þjónustu,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur segir mikilvægt að efla þjónustu opinberra stofnana, einkum heilsugæslunnar, svo börn í tilfinningavanda fái þjónustu í nærumhverfinu. Stundum er gripið til lyfja þar sem önnur úrræði skortir, þrátt fyrir að börn séu næmari fyrir aukaverkunum en fullorðnir. „Lyfjanotkun á þessu sviði má gagnrýna, sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þá ég ég einkum við börn undir tíu ára aldri því að árangur lyfjameðferðar er mjög takmarkaður og hana á aðeins að veita í mjög völdum tilfellum af sérfræðingum sem hafa þekkingu á því sviði. Alla notkun út fyrir það er hægt að gera athugasemdir við,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Í fréttum okkar höfum við sagt frá því að Íslendingar neyta mest allra af geðlyfjum og rætt við sálfræðing sem segir nauðsynlegt að breyta geðheilbrigðiskerfinu þannig að fyrsta hjálp, þ.e. sálfræðimeðferð sem er mælt með skv. klínískum leiðbeiningum, verði aðgengileg almenningi, í stað þess að gripið sé strax til lyfja, sem eru niðurgreidd af ríkinu, ólíkt öðrum úrræðum. Hún segir marga geðlækna á sömu skoðun, enda finnist þeim slæmt að geta ekki vísað á bestu úrræðin. „Ég veit til dæmis af fimm ára barni sem fór beint á lyf vegna kvíða og það er náttúrlega mjög óeðlilegt og óæskilegt að við höfum ekki aðrar leiðir en það,“ segir Kristbjörg. „Þarna er fyrst og fremst um hróplega vöntun á grunnþjónustu að ræða, til dæmis í samanburði við nágrannalöndin sem hafa ákveðið fyrirkomulag á þeirri þjónustu. Það fyrirkomulag er bara alls ekki til staðar hér á landi og það er auðvitað alvarleg skerðing á þjónustu,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur segir mikilvægt að efla þjónustu opinberra stofnana, einkum heilsugæslunnar, svo börn í tilfinningavanda fái þjónustu í nærumhverfinu. Stundum er gripið til lyfja þar sem önnur úrræði skortir, þrátt fyrir að börn séu næmari fyrir aukaverkunum en fullorðnir. „Lyfjanotkun á þessu sviði má gagnrýna, sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þá ég ég einkum við börn undir tíu ára aldri því að árangur lyfjameðferðar er mjög takmarkaður og hana á aðeins að veita í mjög völdum tilfellum af sérfræðingum sem hafa þekkingu á því sviði. Alla notkun út fyrir það er hægt að gera athugasemdir við,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00