Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Hrund Þórsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 20:00 Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira