Börnum gefin geðlyf án þess að önnur úrræði séu reynd Hrund Þórsdóttir skrifar 13. febrúar 2014 20:00 Í fréttum okkar höfum við sagt frá því að Íslendingar neyta mest allra af geðlyfjum og rætt við sálfræðing sem segir nauðsynlegt að breyta geðheilbrigðiskerfinu þannig að fyrsta hjálp, þ.e. sálfræðimeðferð sem er mælt með skv. klínískum leiðbeiningum, verði aðgengileg almenningi, í stað þess að gripið sé strax til lyfja, sem eru niðurgreidd af ríkinu, ólíkt öðrum úrræðum. Hún segir marga geðlækna á sömu skoðun, enda finnist þeim slæmt að geta ekki vísað á bestu úrræðin. „Ég veit til dæmis af fimm ára barni sem fór beint á lyf vegna kvíða og það er náttúrlega mjög óeðlilegt og óæskilegt að við höfum ekki aðrar leiðir en það,“ segir Kristbjörg. „Þarna er fyrst og fremst um hróplega vöntun á grunnþjónustu að ræða, til dæmis í samanburði við nágrannalöndin sem hafa ákveðið fyrirkomulag á þeirri þjónustu. Það fyrirkomulag er bara alls ekki til staðar hér á landi og það er auðvitað alvarleg skerðing á þjónustu,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur segir mikilvægt að efla þjónustu opinberra stofnana, einkum heilsugæslunnar, svo börn í tilfinningavanda fái þjónustu í nærumhverfinu. Stundum er gripið til lyfja þar sem önnur úrræði skortir, þrátt fyrir að börn séu næmari fyrir aukaverkunum en fullorðnir. „Lyfjanotkun á þessu sviði má gagnrýna, sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þá ég ég einkum við börn undir tíu ára aldri því að árangur lyfjameðferðar er mjög takmarkaður og hana á aðeins að veita í mjög völdum tilfellum af sérfræðingum sem hafa þekkingu á því sviði. Alla notkun út fyrir það er hægt að gera athugasemdir við,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Í fréttum okkar höfum við sagt frá því að Íslendingar neyta mest allra af geðlyfjum og rætt við sálfræðing sem segir nauðsynlegt að breyta geðheilbrigðiskerfinu þannig að fyrsta hjálp, þ.e. sálfræðimeðferð sem er mælt með skv. klínískum leiðbeiningum, verði aðgengileg almenningi, í stað þess að gripið sé strax til lyfja, sem eru niðurgreidd af ríkinu, ólíkt öðrum úrræðum. Hún segir marga geðlækna á sömu skoðun, enda finnist þeim slæmt að geta ekki vísað á bestu úrræðin. „Ég veit til dæmis af fimm ára barni sem fór beint á lyf vegna kvíða og það er náttúrlega mjög óeðlilegt og óæskilegt að við höfum ekki aðrar leiðir en það,“ segir Kristbjörg. „Þarna er fyrst og fremst um hróplega vöntun á grunnþjónustu að ræða, til dæmis í samanburði við nágrannalöndin sem hafa ákveðið fyrirkomulag á þeirri þjónustu. Það fyrirkomulag er bara alls ekki til staðar hér á landi og það er auðvitað alvarleg skerðing á þjónustu,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum. Ólafur segir mikilvægt að efla þjónustu opinberra stofnana, einkum heilsugæslunnar, svo börn í tilfinningavanda fái þjónustu í nærumhverfinu. Stundum er gripið til lyfja þar sem önnur úrræði skortir, þrátt fyrir að börn séu næmari fyrir aukaverkunum en fullorðnir. „Lyfjanotkun á þessu sviði má gagnrýna, sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þá ég ég einkum við börn undir tíu ára aldri því að árangur lyfjameðferðar er mjög takmarkaður og hana á aðeins að veita í mjög völdum tilfellum af sérfræðingum sem hafa þekkingu á því sviði. Alla notkun út fyrir það er hægt að gera athugasemdir við,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt tíu og hálfan milljarð fyrir geðlyf á síðustu þremur árum, sem er nær 40 prósent allra lyfjaútgjalda þeirra. Notkun geðlyfja eykst stöðugt og breyta þarf geðheilbrigðiskerfinu, segir sálfræðingur. 12. febrúar 2014 20:00