Innlent

Stöðvaður eftir að hafa neytt amfetamíns, kókaíns, metamfetamíns og kannabis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Við leit í bifreið hans fannst amfetamín, auk muna sem hvorki hann né farþegi, sem með honum var,  gátu gert grein fyrir.
Við leit í bifreið hans fannst amfetamín, auk muna sem hvorki hann né farþegi, sem með honum var, gátu gert grein fyrir. vísir/pjetur
Tveir karlmenn voru teknir með fíkniefni í fórum sínum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Annar þeirra var stöðvaður í akstri.

Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt amfetamíns, kókaíns, metamfetamíns og kannabis.

Ökumaðurinn var jafnframt sviptur ökuréttindum. Við leit í bifreið hans fannst amfetamín, auk muna sem hvorki hann né farþegi, sem með honum var,  gátu gert grein fyrir.

Þá fann lögregla umtalsvert magn af amfetamíni í frystiskáp í eldhúsi húsnæðis í umdæminu. Karlmaður á þrítugsaldri viðurkenndi eign sína á efninu en einnig fundust munir sem notaðir eru til að útbúa efni af slíku tagi.

Í húsnæðinu var einnig fyrir annar maður, sem var eftirlýstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Allir voru þessir einstaklingar handteknir og vistaðir á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×