„Það er ekki bara verið að tala um kannabis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2014 15:12 Árið 1997 var mörkuð stefna um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007. visir/gva/pjetur Í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun var rætt um hugmyndir heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu fíkniefna. Magnús Stefánsson, framkvæmdarstjóri og fræðslufulltrúi Marita-fræðslunnar, var gestur í þættinum. Aðalverkefni Marita-fræðslunnar er að fræða börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna. Maritafræðslan fræðir einnig starfsmenn skóla og fyrirtækja um sömu mál. „Fíkniefnaneytendur í vanda eru innan heilbrigðiskerfisins þegar þeir eru í meðferðum og kerfið viðurkennir fíknina sem sjúkdóm,“ sagði Magnús á Bylgjunni í morgun. Heilbrigðisráðherra virðist vera hallur undir þá skoðun að það eigi að afglæpavæða neyslu fíkniefna segir Magnús. „Það er bara ein leið til þess að ná þessum málum úr höndum undirheimanna og það er að niðurgreiða vöruna. Ríkið myndi síðan í framhaldinu selja eiturlyf á lægra verði en aðilar innan undirheimanna, ég held að það sjái enginn fyrir sér að slíkt gerist. Það er í raun verið að tala um að ríkið verði einhverskonar díler. Það er staðreynd að undirheimarnir verða alltaf ódýrari en hið opinbera.“ Magnús er talsmaður þess að við finnum leiðir sem virka í öllum málum. „Ef það á að afglæpavæða, þá þarf fyrst og fremst að auka forvarnir gagnvart ungu fólki. Það er ákveðin huggun í því varðandi þessa umræðu að bæði Pétur Þorsteinsson og heilbrigðisráðherra eru að tala um að það þurfi að skoða þetta í skrefum. Það sem er svo skrítið við þetta mál er þessi öfgaumræða sem kemur upp og hvernig þetta kristallast allt í kringum kannabis," segir Magnús og er afdráttarlaus í sinni skoðun. „Það er ekki bara verið að tala um kannabis núna, það er verið að tala um öll eiturlyf."Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 Árið 1997 var mörkuð stefna um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 en ljóst er að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp hér á landi. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Í ljósi samþykkta sem gerð var af ríkisstjórn íslands og Reykjavíkurborg árið 1997, þar sem markmiðið var sett á vímuefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 – í ljósi reynslunnar frá þessum tíma og þeirra áherslna sem hafa verið uppi er alveg klárt mál að við erum ekki að ná þeim árangri sem allir vilja stefna að,“ sagði heilbrigðisráðherra í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur: „Ég held að fíklar séu af uppistöðu, og þannig lít ég á þá, fremur sem sjúklinga en glæpamenn. Það hefur sýnt sig að sektir og varðhaldsvist yfir fíklum er ekki að skila neinu öðru en meira álagi á samfélagið allt með refsiverðri háttsemi eins og lögin kalla á. Þannig að ég tel að okkur beri hreinlega að skoða aðrar leiðir til að fækka fíklum en þær leiðir sem við höfum verið að reyna hingað til.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun var rætt um hugmyndir heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu fíkniefna. Magnús Stefánsson, framkvæmdarstjóri og fræðslufulltrúi Marita-fræðslunnar, var gestur í þættinum. Aðalverkefni Marita-fræðslunnar er að fræða börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna. Maritafræðslan fræðir einnig starfsmenn skóla og fyrirtækja um sömu mál. „Fíkniefnaneytendur í vanda eru innan heilbrigðiskerfisins þegar þeir eru í meðferðum og kerfið viðurkennir fíknina sem sjúkdóm,“ sagði Magnús á Bylgjunni í morgun. Heilbrigðisráðherra virðist vera hallur undir þá skoðun að það eigi að afglæpavæða neyslu fíkniefna segir Magnús. „Það er bara ein leið til þess að ná þessum málum úr höndum undirheimanna og það er að niðurgreiða vöruna. Ríkið myndi síðan í framhaldinu selja eiturlyf á lægra verði en aðilar innan undirheimanna, ég held að það sjái enginn fyrir sér að slíkt gerist. Það er í raun verið að tala um að ríkið verði einhverskonar díler. Það er staðreynd að undirheimarnir verða alltaf ódýrari en hið opinbera.“ Magnús er talsmaður þess að við finnum leiðir sem virka í öllum málum. „Ef það á að afglæpavæða, þá þarf fyrst og fremst að auka forvarnir gagnvart ungu fólki. Það er ákveðin huggun í því varðandi þessa umræðu að bæði Pétur Þorsteinsson og heilbrigðisráðherra eru að tala um að það þurfi að skoða þetta í skrefum. Það sem er svo skrítið við þetta mál er þessi öfgaumræða sem kemur upp og hvernig þetta kristallast allt í kringum kannabis," segir Magnús og er afdráttarlaus í sinni skoðun. „Það er ekki bara verið að tala um kannabis núna, það er verið að tala um öll eiturlyf."Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 Árið 1997 var mörkuð stefna um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 en ljóst er að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp hér á landi. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Í ljósi samþykkta sem gerð var af ríkisstjórn íslands og Reykjavíkurborg árið 1997, þar sem markmiðið var sett á vímuefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 – í ljósi reynslunnar frá þessum tíma og þeirra áherslna sem hafa verið uppi er alveg klárt mál að við erum ekki að ná þeim árangri sem allir vilja stefna að,“ sagði heilbrigðisráðherra í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur: „Ég held að fíklar séu af uppistöðu, og þannig lít ég á þá, fremur sem sjúklinga en glæpamenn. Það hefur sýnt sig að sektir og varðhaldsvist yfir fíklum er ekki að skila neinu öðru en meira álagi á samfélagið allt með refsiverðri háttsemi eins og lögin kalla á. Þannig að ég tel að okkur beri hreinlega að skoða aðrar leiðir til að fækka fíklum en þær leiðir sem við höfum verið að reyna hingað til.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira